Hættum að mismuna fólki með geðsjúkdóma! Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. september 2017 07:00 Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun