Segir sjaldnast erfitt að finna kaupanda að álverum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. september 2017 13:45 Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir álmarkaðinn vera að taka við sér. „Það gerist með reglubundnum hætti í heiminum að álver gangi kaupum og sölum og það hefur sjaldnast verið erfitt að finna kaupendur,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls - Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það er bjartara yfir álmörkuðum og hlutabréf í álverum hafa farið hækkandi. Flest álver á vesturlöndum eru á hlutabréfamarkaði og eru í svona almennri eigu og það sýnir tiltrú markaðarins að þau fari hækkandi í verði.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar Tvö í gærkvöldi að Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumvík, tilkynnti starfsmönnum fyrirtækinsins að Rio Tinto Alcan hefði hug á að selja álverið. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár sökum lágs álverðs en hinsvegar er hann byrjaður taka við sér þar sem álverð fari hækkandi. „Maður finnur að það er meiri tiltrúa á markaðnum,“ segir Pétur. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur aukist ár frá ári um fimm til sex prósent.“ Hann segir það spila stórt hlutverk að sífellt meira af áli sé notað í bílaframleiðslu. Það sé bæði gert til að mæta umhverfiskröfum stjórnvalda og til að létta bílaflotann. Einnig spilar það hlutverk að Kínverjar eru að draga úr framleiðslu sinni til að mæta skuldbindingum í loftslagsmálum en álver í Kína eru knúin kolum. „Hvað framboðshliðina varðar þá hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist draga úr framleiðslu á stórum svæðum í Kína. Það hefur þá kannski stuðlað að meira jafnvægi í álframleiðslu þar . Þar hefur verið mestur vöxtur á undanförnum árum og í raun hefur álframleiðsla vaxið þar umfram eftirspurn,“ segir Pétur. Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
„Það gerist með reglubundnum hætti í heiminum að álver gangi kaupum og sölum og það hefur sjaldnast verið erfitt að finna kaupendur,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls - Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það er bjartara yfir álmörkuðum og hlutabréf í álverum hafa farið hækkandi. Flest álver á vesturlöndum eru á hlutabréfamarkaði og eru í svona almennri eigu og það sýnir tiltrú markaðarins að þau fari hækkandi í verði.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar Tvö í gærkvöldi að Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumvík, tilkynnti starfsmönnum fyrirtækinsins að Rio Tinto Alcan hefði hug á að selja álverið. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár sökum lágs álverðs en hinsvegar er hann byrjaður taka við sér þar sem álverð fari hækkandi. „Maður finnur að það er meiri tiltrúa á markaðnum,“ segir Pétur. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur aukist ár frá ári um fimm til sex prósent.“ Hann segir það spila stórt hlutverk að sífellt meira af áli sé notað í bílaframleiðslu. Það sé bæði gert til að mæta umhverfiskröfum stjórnvalda og til að létta bílaflotann. Einnig spilar það hlutverk að Kínverjar eru að draga úr framleiðslu sinni til að mæta skuldbindingum í loftslagsmálum en álver í Kína eru knúin kolum. „Hvað framboðshliðina varðar þá hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist draga úr framleiðslu á stórum svæðum í Kína. Það hefur þá kannski stuðlað að meira jafnvægi í álframleiðslu þar . Þar hefur verið mestur vöxtur á undanförnum árum og í raun hefur álframleiðsla vaxið þar umfram eftirspurn,“ segir Pétur.
Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira