Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Þjóðleiðin um Breiðamerkursand Páll Imsland skrifar 7. september 2017 07:00 Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun