Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 08:49 Myndin sýnir Irmu á Atlantshafinu. vísir/epa Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017 Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017
Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59