Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 08:49 Myndin sýnir Irmu á Atlantshafinu. vísir/epa Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017 Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017
Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59