Lífið

Gylfi skipti yfir í ítalskan kúluís hjá tengdapabba eftir sigurinn á Úkraínu

Birgir Olgeirsson skrifar
Gylfi með ísinn góða.
Gylfi með ísinn góða. Snapchat/Alexandra Helga
Gylfi Sigurðsson fagnaði sigri íslenska karlalandsliðsins á því úkraínska í kvöld með því að fá sér ítalskan kúluís í ísbúðinni Hafís í Hafnarfirði. Gylfi átti ísinn svo sannarlega skilið því hann skoraði bæði mörk Íslands í frábærum sigri í þessum mikilvæga leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. 

Gylfi er í sambúð með Alexöndru Helgu Ívarsdóttur en faðir hennar, Ívar Erlendsson, rekur ísbúðina Hafís. Því hefur legið beinast við að kíkja þangað eftir leikinn og birti Alexandra Helga mynd af Gylfa með ísinn á Snapchat.

Það vakti athygli í sumar þegar Gylfi sást í Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg eftir sigur á Króatíu þar sem hann fékk sér einn bragðaref með jarðarberjum, Mars og Snickers, líkt og Nútíminn greindi frá.

Íslenskir knattspyrnuaðdáendur vona eflaust að Gylfi muni áfram hafa ástæðu til að fagna frekari sigrum íslenska karlalandsliðsins með ís í undankeppninni og að liðið tryggi sér þannig farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári.  


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur

Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka.

Twitter: VIP-liðið missti af markinu

Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.