Stjörnustríðsleikstjóri látinn fara Birgir Olgeirsson skrifar 5. september 2017 22:56 Colin Trevorrow. Vísir/Getty Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein