Innlent

Falinn kostnað veikra burt

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri  Krabbameins­félagsins.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins­félagsins.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir þörf á aðgerðum vegna hás kostnaðar krabbameinssjúkra sem fellur utan nýs greiðsluþátttökukerfis.

Heilbrigðisráðherra ræddi um nýja krabbameinsáætlun og greiðsluþátttökukerfi almennings í helgarblaði Fréttablaðsins og sagði stefnt að enn frekari lækkun kostnaðar. Halla segir ljóst að taka verði á þeim falda kostnaði sem er bein afleiðing veikinda. „Til dæmis kostnaður vegna tannlækninga, vegna lyfja sem eru nauðsynleg en ekki niðurgreidd, vegna tæknifrjóvgunar og sálfræðiþjónustu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×