Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2017 06:00 Irma er feiknarstór fellibylur. vísir/afp Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman. Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman.
Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59