Fótbolti

Sýrland í umspil um sæti á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sýrlendingar fagna marki í undankeppninni.
Sýrlendingar fagna marki í undankeppninni. Vísir/getty
Sýrland komst í dag í umspil fyrir lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar. Sýrlendingar hafa aldrei komist í lokakeppnina, en hafa einu sinni áður komist í umspil.

Ef Sýrland hefði unnið Íran í dag, og Suður-Kóreu mistekist að vinna Úsbekistan, þá hefði liðið náð öðru sæti riðilsins og tryggt sér sæti í lokakeppninni. Það leit allt út fyrir að draumarnir myndu rætast þegar Tamer Haj Mohamad kom Sýrlandi yfir snemma leiks.

Íran náði hins vegar að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir skoruðu aftur í þeim seinni, en Sýrlendingar náðu að jafna og urðu úrslitin 2-2. Sýrland lennti því í þriðja sæti riðilsins sem tryggði þeim sæti í umspili þar sem liðið mætir annað hvort Áströlum eða Sádí Arabíu.

Stríð geysar yfir í Sýrlandi, og hefur gert síðustu sex ár. Sýrlenska knattspyrnusambandið á ekkert lausafé og liðið neyðist til þess að spila heimaleiki sína í Malasíu, 22.500 kílómetra í burtu frá heimalandinu. Því er í raun ótrúlegt hversu góðum árangri liðið hefur náð undir svo erfiðum kringumstæðum.








Tengdar fréttir

Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi

Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár

UNESCO vill byggja Gömlu borgina í Aleppó upp eftir teikningum

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×