Gert að greiða 24 milljónir vegna nektarmynda af Katrínu Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2017 13:23 Vilhjálmur og Katrín. Vísir/EPA Frönsku tímariti hefur verið gert að greiða tæpar 24 milljónir króna vegna nektarmynda sem birtar voru af Katrínu, hertogaynjunni af Cambridge, árið 2012. Þetta er úrskurður dómstóls í Frakklandi. Katrín og Vilhjálmur höfðu farið fram á eina og hálfa milljón evra í skaðabætur, sem samsvarar um 187 milljónum króna. Tímaritinu Closer var hins vegar gert að greiða hundrað þúsund evrur í skaðabætur. Það er um 12,5 milljónir króna. Þar að auki var ritstjóra tímaritsins og útgefanda hvorum gert að greiða 45 þúsund evrur í sekt. Það er hámarksrefsingin við broti sem þessu samvæmt frétt AFP fréttaveitunnar.Lögmaður tímaritsins ánægður Lögmaður Closer segist ánægður með niðurstöðuna, en talsmaður bresku konungsfjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um málið og sagði von á tilkynningu í dag. Umræddar myndir voru teknar í suðurhluta Frakklands í september 2012 þar sem Katrín og Vilhjálmur voru í fríi. Myndir af Katrínu þar sem hún var ber að ofan við sundlaug náðust með stórri aðdráttarlinsu. Konungsfjölskyldan brást reið við þessum myndum og neituðu fjölmiðlar í Bretlandi að kaupa þær til birtingar. Vilhjálmur og Katrín höfðuð mál gegn Closer fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífs þeirra og fengu lögbann gegn frekari birtingu myndanna. Í bréfi frá Vilhjálmi, sem lesið var uppi fyrir dómi, sagði hann að atvikið hefði minnt sig á hvernig ljósmyndarar eltu móður sína Díönu prinsessu á röndum. Starfsmönnum Closer var einnig gert að afhenda konungsfjölskyldunni allar útgáfur af myndunum. Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Frönsku tímariti hefur verið gert að greiða tæpar 24 milljónir króna vegna nektarmynda sem birtar voru af Katrínu, hertogaynjunni af Cambridge, árið 2012. Þetta er úrskurður dómstóls í Frakklandi. Katrín og Vilhjálmur höfðu farið fram á eina og hálfa milljón evra í skaðabætur, sem samsvarar um 187 milljónum króna. Tímaritinu Closer var hins vegar gert að greiða hundrað þúsund evrur í skaðabætur. Það er um 12,5 milljónir króna. Þar að auki var ritstjóra tímaritsins og útgefanda hvorum gert að greiða 45 þúsund evrur í sekt. Það er hámarksrefsingin við broti sem þessu samvæmt frétt AFP fréttaveitunnar.Lögmaður tímaritsins ánægður Lögmaður Closer segist ánægður með niðurstöðuna, en talsmaður bresku konungsfjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um málið og sagði von á tilkynningu í dag. Umræddar myndir voru teknar í suðurhluta Frakklands í september 2012 þar sem Katrín og Vilhjálmur voru í fríi. Myndir af Katrínu þar sem hún var ber að ofan við sundlaug náðust með stórri aðdráttarlinsu. Konungsfjölskyldan brást reið við þessum myndum og neituðu fjölmiðlar í Bretlandi að kaupa þær til birtingar. Vilhjálmur og Katrín höfðuð mál gegn Closer fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífs þeirra og fengu lögbann gegn frekari birtingu myndanna. Í bréfi frá Vilhjálmi, sem lesið var uppi fyrir dómi, sagði hann að atvikið hefði minnt sig á hvernig ljósmyndarar eltu móður sína Díönu prinsessu á röndum. Starfsmönnum Closer var einnig gert að afhenda konungsfjölskyldunni allar útgáfur af myndunum.
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31