Erlent

Assad-liðar rjúfa þriggja ára umsátur ISIS um Deir Ezzor

Samúel Karl Ólason skrifar
Stórskotalið nærri Deir Ezzor.
Stórskotalið nærri Deir Ezzor. Vísir/AFP
Stjórnarher Sýrlands og bandamenn Bashar al-Assad, forseta, hafa rofið umsátur Íslamska ríkisins um borgina Deir Ezzor sem staðið hefur yfir í þrjú ár. Talið er að rúmlega 90 þúsund manns hafi haldið til á umræðasvæði stjórnarhersins á meðan á umsátrinu stóð.

Deir Ezzor hérað er síðasta vígi Íslamska ríkisins sem á undir högg að sækja á mörgum víglínum. Fjölmargir vígamenn samtakanna eru sagðir hafa flúið til svæðisins frá Raqqa og Mosul.

Meirihluti borgarinnar Raqqa er í höndum sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra og Írakar hafa rekið ISIS-liða frá Írak, að tveimur bæjum undanskildum sem eru umkringdir.

Sóknin að Deir Ezzor hefur verið studd af Rússum, Hezbollah og öðrum bandamönnum Assad, og hafa þeir sótt hratt fram á síðustu dögum. Tveir rússneskir hermenn féllu í átökunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×