Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 07:00 vísir/ernir/getty Flesta körfuboltamenn dreymir um að komast í NBA-deildina. Margir leikmenn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Helsinki hafa þegar náð því að komast í bestu deild í heimi og aðrir eru á þröskuldinum. Næstu tveir leikir íslenska körfuboltalandsliðsins á EM eru á móti liðum Slóveníu og Finnlands en bæði lið hafa gert mjög góða hluti á mótinu til þessa. Slóvenar eru á toppnum í riðlinum með fullt hús og Finnar hafa bara tapað á móti Slóvenum og unnu meðal annars Frakka í fyrsta leik. Tveir ungir leikmenn hafa nefnilega farið fyrir sínum liðum í Helsinki, annars vegar Finninn Lauri Markkanen og hins vegar Slóveninn Luka Doncic.Verðandi stórstjörnur Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stimplaði sig inn í sumar og er kominn inn á lista yfir mögulega framtíðarmenn í NBA-deildinni en þar hafa efnilegustu leikmenn Finna og Slóvena verið lengi. Báðir hafa þeir sýnt okkur af hverju í fyrstu þremur leikjum Finna og Slóvena á EM 2017. Hinn tvítugi Markkanen er þegar kominn í NBA-deildina en hann mun klæðast búningi Chicago Bulls í vetur. Doncic er hins vegar aðeins átján ára gamall. Hann hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá 2015 og það þykir næstum því öruggt að hann verið valinn snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. Luka Doncic skoraði 22 stig fyrir Slóvena í endurkomusigri á Grikkjum í síðasta leik og er með 13,7 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM. Doncic spilaði 19,9 mínútur að meðaltali í leik með Real Madrid í Euroleague á síðasta tímabili en náði á þeim tíma að vera með 13,3 stig, 4,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Engin smá tölfræði hjá átján ára strák en hann er fæddur í febrúar 1999. Markkanen átti mjög flott fyrsta ár með Arizona-háskólanum þar sem hann skoraði 15,6 stig í leik. Minnesota Timberwolves valdi hann númer sjö í nýliðavali NBA í sumar en hann fór síðan til Chicago Bulls í Jimmy Butler skiptunum. Markkanen hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum þremur leikjum Finna á Eurobasket og hefur auk þess hækkað stigaskor sitt með hverjum leik. Hann er með 24,3 stig að meðaltali í leik og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.Ungir en þroskaðir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, þekkir þessa leikmenn vel sem og Tryggva Snæ Hlinason sem blómstraði undir hans stjórn með tuttugu ára landsliðinu á EM fyrr í sumar. „Báðir eru ótrúlega þroskaðir leikmenn miðað við hvað þeir eru ungir og ekki síst ef við horfum á þá frá taktísku sjónarhorni. Það er gaman að sjá þá spila og þá einkum ákvörðunartökuna hjá þeim. Það sést þó aðeins á þeim hvað þeir eru ungir ennþá,“ segir Finnur. Við Íslendingar bindum líka vonir við að einn okkar landsliðsmanna geti einhvern tímann bankað á NBA-dyrnar. Uppkoma Tryggva Snæs Hlinasonar hefur verið hröð og hann á enn nokkuð í land með að fóta sig á stóra sviðinu. Skrefin sem hann hefur tekið að undanförnu hafa þó öll verið í rétta átt. „Tryggvi er ólíkur þessum tveimur að því leyti að Markkanen og sérstaklega Doncic hafa verið stjörnur frá unga aldri og eru komnir framarlega, ekki bara í getu heldur líka í þekkingu á leiknum,“ segir Finnur en umsagnir hans um leikmennina þrjá má lesa hér fyrir neðan.Lauri Markkanen leikur með Chicago Bulls í vetur.vísir/gettyLauri Markkanen Finnlandi 20 ára Fæddur: 22. maí 1997 213 sentímetrar, kraftframherji Leikmaður Chicago Bulls í NBA Lék áður með Arizona í bandaríska háskólaboltanum „Þessi hæfileiki hans, að geta sett niður stór skot, er eitthvað sem er gulls ígildi. Hann er að falla í þetta form af nýjum fimmum og það eru gaurar sem eru að breyta körfuboltanum hægt og rólega. Það verður gríðarlega forvitnilegt að sjá Markkanen í NBA-deildinni næsta vetur. Það mun taka hann tíma að læra inn á hlutina þar en mér finnst hann vera hæfileikamaður frá náttúrunnar hendi. Hann hefur alltaf getað skorað. Hann verður aðalmaðurinn í finnska landsliðinu næsta áratuginn, ef ekki áratugina,“ segir Finnur.Luka Doncic er ótrúlega þroskaður miðað við aldur.vísir/gettyLuka Doncic Slóveníu 18 ára Fæddur: 28. febrúar 1999 201 sentímetri, bakvörður Leikmaður Real Madrid á Spáni Lék áður með unglingaliði Union Olimpija í Slóveníu „Saga hans er einstök. Hann fer þrettán ára yfir í Real Madrid og spilar síðan sinn fyrsta leik með aðalliðinu sextán ára gamall. Að vera þetta ungur með þetta þroskaðan leikstíl er alveg einstakt. Hann hefur þann hæfileika að geta spilað nánast allar stöðurnar inni á vellinum frá eitt til fjögur. Það kæmi mér verulega á óvart ef NBA-liðin tækju ekki sénsinn á honum í fyrstu valréttunum. Þetta er einstakur hæfileikamaður sem er þegar kominn með einstaka reynslu á sínum ferli. Maður sér eiginlega ekki veikleikann,“ segir Finnur.Tryggvi er að spila á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.vísir/ernirTryggvi Snær Hlinason Íslandi 19 ára Fæddur: 28. október 1997 215 sentímetrar, miðherji Leikmaður Valencia á Spáni Lék áður með Þór Akureyri á Íslandi „Tryggvi er ennþá bara efnilegur. Menn átta sig ekki á því eftir sumarið og tala um hann sem frábæran leikmann. Hann hefur öll tól til þess að verða góður. Menn verða samt að átta sig á því að það er svolítið stórt að fara frá því að spila með Þór Akureyri og vera bara búinn að spila körfubolta í fjögur ár í það að fara í alvöru bolta. Þetta mun taka tíma hjá honum en hann sýnir það við og við að hann hefur tilfinningu fyrir hvernig hann á að vera og spila. Ég held að það geti ótrúlegir hlutir gerst hjá þessum dreng ef hann heldur rétt á spöðunum,“ segir Finnur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Flesta körfuboltamenn dreymir um að komast í NBA-deildina. Margir leikmenn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Helsinki hafa þegar náð því að komast í bestu deild í heimi og aðrir eru á þröskuldinum. Næstu tveir leikir íslenska körfuboltalandsliðsins á EM eru á móti liðum Slóveníu og Finnlands en bæði lið hafa gert mjög góða hluti á mótinu til þessa. Slóvenar eru á toppnum í riðlinum með fullt hús og Finnar hafa bara tapað á móti Slóvenum og unnu meðal annars Frakka í fyrsta leik. Tveir ungir leikmenn hafa nefnilega farið fyrir sínum liðum í Helsinki, annars vegar Finninn Lauri Markkanen og hins vegar Slóveninn Luka Doncic.Verðandi stórstjörnur Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stimplaði sig inn í sumar og er kominn inn á lista yfir mögulega framtíðarmenn í NBA-deildinni en þar hafa efnilegustu leikmenn Finna og Slóvena verið lengi. Báðir hafa þeir sýnt okkur af hverju í fyrstu þremur leikjum Finna og Slóvena á EM 2017. Hinn tvítugi Markkanen er þegar kominn í NBA-deildina en hann mun klæðast búningi Chicago Bulls í vetur. Doncic er hins vegar aðeins átján ára gamall. Hann hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá 2015 og það þykir næstum því öruggt að hann verið valinn snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. Luka Doncic skoraði 22 stig fyrir Slóvena í endurkomusigri á Grikkjum í síðasta leik og er með 13,7 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM. Doncic spilaði 19,9 mínútur að meðaltali í leik með Real Madrid í Euroleague á síðasta tímabili en náði á þeim tíma að vera með 13,3 stig, 4,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Engin smá tölfræði hjá átján ára strák en hann er fæddur í febrúar 1999. Markkanen átti mjög flott fyrsta ár með Arizona-háskólanum þar sem hann skoraði 15,6 stig í leik. Minnesota Timberwolves valdi hann númer sjö í nýliðavali NBA í sumar en hann fór síðan til Chicago Bulls í Jimmy Butler skiptunum. Markkanen hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum þremur leikjum Finna á Eurobasket og hefur auk þess hækkað stigaskor sitt með hverjum leik. Hann er með 24,3 stig að meðaltali í leik og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.Ungir en þroskaðir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, þekkir þessa leikmenn vel sem og Tryggva Snæ Hlinason sem blómstraði undir hans stjórn með tuttugu ára landsliðinu á EM fyrr í sumar. „Báðir eru ótrúlega þroskaðir leikmenn miðað við hvað þeir eru ungir og ekki síst ef við horfum á þá frá taktísku sjónarhorni. Það er gaman að sjá þá spila og þá einkum ákvörðunartökuna hjá þeim. Það sést þó aðeins á þeim hvað þeir eru ungir ennþá,“ segir Finnur. Við Íslendingar bindum líka vonir við að einn okkar landsliðsmanna geti einhvern tímann bankað á NBA-dyrnar. Uppkoma Tryggva Snæs Hlinasonar hefur verið hröð og hann á enn nokkuð í land með að fóta sig á stóra sviðinu. Skrefin sem hann hefur tekið að undanförnu hafa þó öll verið í rétta átt. „Tryggvi er ólíkur þessum tveimur að því leyti að Markkanen og sérstaklega Doncic hafa verið stjörnur frá unga aldri og eru komnir framarlega, ekki bara í getu heldur líka í þekkingu á leiknum,“ segir Finnur en umsagnir hans um leikmennina þrjá má lesa hér fyrir neðan.Lauri Markkanen leikur með Chicago Bulls í vetur.vísir/gettyLauri Markkanen Finnlandi 20 ára Fæddur: 22. maí 1997 213 sentímetrar, kraftframherji Leikmaður Chicago Bulls í NBA Lék áður með Arizona í bandaríska háskólaboltanum „Þessi hæfileiki hans, að geta sett niður stór skot, er eitthvað sem er gulls ígildi. Hann er að falla í þetta form af nýjum fimmum og það eru gaurar sem eru að breyta körfuboltanum hægt og rólega. Það verður gríðarlega forvitnilegt að sjá Markkanen í NBA-deildinni næsta vetur. Það mun taka hann tíma að læra inn á hlutina þar en mér finnst hann vera hæfileikamaður frá náttúrunnar hendi. Hann hefur alltaf getað skorað. Hann verður aðalmaðurinn í finnska landsliðinu næsta áratuginn, ef ekki áratugina,“ segir Finnur.Luka Doncic er ótrúlega þroskaður miðað við aldur.vísir/gettyLuka Doncic Slóveníu 18 ára Fæddur: 28. febrúar 1999 201 sentímetri, bakvörður Leikmaður Real Madrid á Spáni Lék áður með unglingaliði Union Olimpija í Slóveníu „Saga hans er einstök. Hann fer þrettán ára yfir í Real Madrid og spilar síðan sinn fyrsta leik með aðalliðinu sextán ára gamall. Að vera þetta ungur með þetta þroskaðan leikstíl er alveg einstakt. Hann hefur þann hæfileika að geta spilað nánast allar stöðurnar inni á vellinum frá eitt til fjögur. Það kæmi mér verulega á óvart ef NBA-liðin tækju ekki sénsinn á honum í fyrstu valréttunum. Þetta er einstakur hæfileikamaður sem er þegar kominn með einstaka reynslu á sínum ferli. Maður sér eiginlega ekki veikleikann,“ segir Finnur.Tryggvi er að spila á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.vísir/ernirTryggvi Snær Hlinason Íslandi 19 ára Fæddur: 28. október 1997 215 sentímetrar, miðherji Leikmaður Valencia á Spáni Lék áður með Þór Akureyri á Íslandi „Tryggvi er ennþá bara efnilegur. Menn átta sig ekki á því eftir sumarið og tala um hann sem frábæran leikmann. Hann hefur öll tól til þess að verða góður. Menn verða samt að átta sig á því að það er svolítið stórt að fara frá því að spila með Þór Akureyri og vera bara búinn að spila körfubolta í fjögur ár í það að fara í alvöru bolta. Þetta mun taka tíma hjá honum en hann sýnir það við og við að hann hefur tilfinningu fyrir hvernig hann á að vera og spila. Ég held að það geti ótrúlegir hlutir gerst hjá þessum dreng ef hann heldur rétt á spöðunum,“ segir Finnur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik