Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er hinn óánægðasti með boð útvaldra í lax. vísir/stefán „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
„Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00