Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2017 19:30 Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í dag tillögur til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Tillögurnar voru unnar í samráði við bændur. Markmiðið er að sauðfé verði fækkað um 20 prósent með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. 250 milljónum króna verður varið til greiðslu 4.000 króna sláturálags á ær sem koma til slátrunar núna í haust. Styrkur verði greiddur aðhámarki fyrir 62.500 ær og dugi það ekki gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þá fá bændur sem eru með 150 kindur eða fleiri fá sérstakar greiðslur vegna kjaraskerðingar. Ríkissjóður mun verja 250 milljónum króna vegna þessa verkefnis. Þá mun ríkissjóður greiða sérstaka 150 milljóna króna viðbótargreiðslu í svæðisbundinn stuðning. Greiðslurnar koma þeim bændum til góða sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan búsins vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Samtals eru þetta 650 milljónir króna í sérstakrar greiðslur. „Þessar aðgerðir miðast við að takmarka framleiðsluna um allt að 20 prósent en ekki síður til að koma til móts við bændur milliliðalaust gagnvart þeirri kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir vegna ákvarðana afurðastöðva. Þá erum við að einblína á stuðning á jaðarsvæðum þar sem við vitum að sauðfjárræktin skiptir meira máli en annars staðar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auk tillagna um stuðning vegna kjaraskerðingar boðaði ráðherrann úttekt á afurðastöðvakerfinu í sauðfjárrækt og á hún að verða grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Sauðfjárbændur hafa flutt út árlega 3.500 tonn af lambakjöti. Vegna styrkingar krónunnar, lokun Rússlandsmarkaðar vegna viðskiptaþvingana og markaðsbrests í Noregi og Bretlandi munu bændur ekki flytja út nema um 1.500 tonn á þessu ári samkvæmt áætlun sláturleyfishafa. Offramleiðsla á kindakjöti er ekki fyrirbæri sem er nýtt af nálinnni í íslensku samfélagi. Þetta hefur reglulega átt sér stað með nokkurra ára millibili á undanförnum áratugum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að ástæður offramleiðslunnar að þessu sinni séu þó nýjar af nálinni og því sé ekki um „endurtekið efni“ að ræða. „Það er alveg rétt hjá þér að það hafa átt sér stað sveiflur í framboði og í því hvernig kerfið hefur virkað en við því hefur verið brugðist á hverjum tíma. Það sem er að koma upp núna er ekki eitthvað sem hefur komið upp áður. Núna erum við að fást við forsendubrest gagnvart erlendum mörkuðum sem við höfum verið að treysta á og verið að byggja upp. Vandamálin hér áður fyrr hafa snúist um aðra hluti og vissulega hafa menn í rauninni, yfir einhvern tíma, kollvarpað kerfinu til að bregðast við því,“ segir Unnsteinn Snorri. Lögmál framboðs og eftirspurnar virðist ekki gilda um sauðfjárrækt á Íslandi. „Það er auðvitað æskilegt fyrirkomulag. Þegar menn hafa gert búvörusamning sem er án framleiðslutakmarkana þá er ekkert óeðlilegt að menn spyrji þessarar spurningar, hvort ekki eigi einfaldlega að axla ábyrgð á því. Ég vil samt meina að um sauðfjárræktina gildi ennþá aðrar forsendur. Til lengri tíma eigum við að vinna að því að greinin verði sjálfbær innan ramma þess kerfis sem ríkisvaldið og stjórnvöld setji henni hverju sinni. En eins og staðan er í dag eru erfiðleikarnir miklir og við eigum að taka þá alvarlega en það verður ekki gert með þessum gömlu lausnum sem færa okkur endurtekið efni á fimm til tíu ára fresti um of mikla lambakjötsframleiðslu,“ segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í dag tillögur til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Tillögurnar voru unnar í samráði við bændur. Markmiðið er að sauðfé verði fækkað um 20 prósent með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. 250 milljónum króna verður varið til greiðslu 4.000 króna sláturálags á ær sem koma til slátrunar núna í haust. Styrkur verði greiddur aðhámarki fyrir 62.500 ær og dugi það ekki gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þá fá bændur sem eru með 150 kindur eða fleiri fá sérstakar greiðslur vegna kjaraskerðingar. Ríkissjóður mun verja 250 milljónum króna vegna þessa verkefnis. Þá mun ríkissjóður greiða sérstaka 150 milljóna króna viðbótargreiðslu í svæðisbundinn stuðning. Greiðslurnar koma þeim bændum til góða sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan búsins vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Samtals eru þetta 650 milljónir króna í sérstakrar greiðslur. „Þessar aðgerðir miðast við að takmarka framleiðsluna um allt að 20 prósent en ekki síður til að koma til móts við bændur milliliðalaust gagnvart þeirri kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir vegna ákvarðana afurðastöðva. Þá erum við að einblína á stuðning á jaðarsvæðum þar sem við vitum að sauðfjárræktin skiptir meira máli en annars staðar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auk tillagna um stuðning vegna kjaraskerðingar boðaði ráðherrann úttekt á afurðastöðvakerfinu í sauðfjárrækt og á hún að verða grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Sauðfjárbændur hafa flutt út árlega 3.500 tonn af lambakjöti. Vegna styrkingar krónunnar, lokun Rússlandsmarkaðar vegna viðskiptaþvingana og markaðsbrests í Noregi og Bretlandi munu bændur ekki flytja út nema um 1.500 tonn á þessu ári samkvæmt áætlun sláturleyfishafa. Offramleiðsla á kindakjöti er ekki fyrirbæri sem er nýtt af nálinnni í íslensku samfélagi. Þetta hefur reglulega átt sér stað með nokkurra ára millibili á undanförnum áratugum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að ástæður offramleiðslunnar að þessu sinni séu þó nýjar af nálinni og því sé ekki um „endurtekið efni“ að ræða. „Það er alveg rétt hjá þér að það hafa átt sér stað sveiflur í framboði og í því hvernig kerfið hefur virkað en við því hefur verið brugðist á hverjum tíma. Það sem er að koma upp núna er ekki eitthvað sem hefur komið upp áður. Núna erum við að fást við forsendubrest gagnvart erlendum mörkuðum sem við höfum verið að treysta á og verið að byggja upp. Vandamálin hér áður fyrr hafa snúist um aðra hluti og vissulega hafa menn í rauninni, yfir einhvern tíma, kollvarpað kerfinu til að bregðast við því,“ segir Unnsteinn Snorri. Lögmál framboðs og eftirspurnar virðist ekki gilda um sauðfjárrækt á Íslandi. „Það er auðvitað æskilegt fyrirkomulag. Þegar menn hafa gert búvörusamning sem er án framleiðslutakmarkana þá er ekkert óeðlilegt að menn spyrji þessarar spurningar, hvort ekki eigi einfaldlega að axla ábyrgð á því. Ég vil samt meina að um sauðfjárræktina gildi ennþá aðrar forsendur. Til lengri tíma eigum við að vinna að því að greinin verði sjálfbær innan ramma þess kerfis sem ríkisvaldið og stjórnvöld setji henni hverju sinni. En eins og staðan er í dag eru erfiðleikarnir miklir og við eigum að taka þá alvarlega en það verður ekki gert með þessum gömlu lausnum sem færa okkur endurtekið efni á fimm til tíu ára fresti um of mikla lambakjötsframleiðslu,“ segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira