Innlent

Ákærður fyrir hnífstungu í Borgartúni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni.
Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni. Vísir/Arnþór
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í september fyrir tveimur árum skorið annan karlmann á háls.

Líkamsárásin átti sér stað á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í Reykjavík. Vopnið var tenntur vasahnífur og hlaut maðurinn tíu sentimetra langan yfirborðsskurð þvert á hálsinn.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×