Ástin dýrmætari en keisaratitlarnir Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. september 2017 05:54 Kei Komuro og Mako voru hamingjan uppmáluð á fundinum í gær. Vísir/getty Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður. Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður.
Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10