Innlent

Þorgeir Ingi veitir Tryggva næði til skrifta

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mörg mál frá stjórnsýslunni rata til Tryggva umboðsmanns ár hvert. Vonast er til þess að fræðsluefnið fækki þeim.
Mörg mál frá stjórnsýslunni rata til Tryggva umboðsmanns ár hvert. Vonast er til þess að fræðsluefnið fækki þeim. vísir/vilhelm
Þorgeir Ingi Njálsson hefur verið settur umboðsmaður Alþingis út árið 2017 samhliða Tryggva Gunnarssyni, kjörnum umboðsmanni.

Árið 2013 var umboðsmanni falið að gera fræðsluefni fyrir stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Sökum anna hefur lítill tími gefist til að vinna efnið. Áætlað er að það komi út á næsta ári. Til að gera sér kleift að ljúka vinnunni fór Tryggvi þess á leit við forsætisnefnd þingsins að settur yrði annar umboðsmaður.

Í frétt á vef umboðsmanns segir að Þorgeir muni sinna daglegum störfum umboðsmanns en Tryggvi einbeita sér að fræðsluefninu.

Þorgeir hefur verið dómari við Héraðsdóm Reykjaness og tekur sæti í Landsrétti um áramótin. Hann hefur áður verið settur umboðsmaður en það var á vormánuðum ársins 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×