Vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi United Silicon verði rannsökuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“ Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“
Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06