Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 beinum við sjónum okkar til Norður Kóreu þar sem í nótt fóru fram kjarnorkutilraunir. Þjóðir heimsins íhuga nú næstu skref, þar á meðal Bandaríkjaforseti sem fundar nú  með hershöfðingjum sínum. Vera Knútsdóttir, stjórnmálafræðingur kemur í beina útsendingu í myndver og fer yfir stöðu mála.

Þingmaður Viðreisnar vill að gerð verði stjórnsýsluúttekt á aðdraganda þess að United Silicon var veitt starfsleyfi og hver aðkoma ríkisins var að málinu.

Félags- og jafnréttismálaráðherra boðar breytingar á ellilífeyriskerfinu.  Nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnám 70 ára reglu opinberra starfsmanna er meðal þess sem leggja á til.

Við fjöllum um rétt einstaklinga til að leita sér upplýsinga um eigið heilsufar í kjölfar rannsóknar sem sýnir að 1 af hverjum 226 Íslendingum er með svokallað Lynch heilkenni sem eykur líkurnar á nokkrum tegundum af krabbameinum.

Jógaþon, berjatínsla og þéttur sportpakki í kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×