Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum.
„Við mættum vel stemmdir en Frakkarnir eru bara þetta mikið betri en við,“ sagði Tryggvi eftir leikinn í dag.
Ísland var sjö stigum undir, 42-47, eftir fyrri hálfleikinn sem var sá besti hjá liðinu á mótinu.
„Við byrjuðum ógeðslega vel og héldum í við þá. En eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta,“ sagði Tryggvi sem fékk að glíma við stóra og sterka leikmenn Frakka.
„Það er gaman og erfitt. Maður reynir sitt besta,“ sagði miðherjinn öflugi.
Ísland á tvo leiki eftir á EM; gegn Slóveníu og Finnlandi.
„Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að klára þá með stæl. Við erum hérna og ætlum að njóta þess,“ sagði Tryggvi að lokum.
Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta
Tengdar fréttir
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik.
Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik.