Lífið

John Lewis hættir að aðgreina kynin

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vörumerkið vill síður halda uppi skaðlegum staðalmyndum.
Vörumerkið vill síður halda uppi skaðlegum staðalmyndum. Vísir/getty
Barnafatarisinn John Lewis tilkynnti á dögunum að hann hyggst losa sig við kynjaskiptingu á þeim fatnaði og vörum sem boðið er upp á. Með stefnubreytingunni beinir John Lewis nú ljósinu að fatnaði sem einfaldlega er ætlaður börnum.

Í breskum miðlum er því haldið fram að John Lewis sé fyrsta stóra fatamerkið til að losa sig alfarið við kynjaskiptingu fatnaðar. Framleiðandinn hefur ekki aðeins látið kynjastimplanir lönd og leið því stráka-og stelpudeild víkur fyrir einni stórri barnafatadeild.

Talsmenn Johns Lewis segja að stíll merkisins breytist ekki. Viðskiptavinirnir muni enn finna fyrir „John Lewis stílnum.“ Með breytingunni sé verið að auka valfrelsi neytenda. Stúlkum, jafnt sem strákum, sé frjálst að ganga í kjólum.

Framtakið hefur bæði verið lofað og lastað.Visir/getty
„Við hjá John Lewis viljum ekki ýta undir skaðlegar staðalmyndir kynjanna og viljum þess í stað bjóða upp á fjölbreyttari valmöguleika fyrir viðskiptavini. Þannig getur foreldrið eða barnið valið þá flík sem það raunverulega vill klæðast.“

Víða um netheima er framtakinu fagnað en á sama tíma súpa margir hveljur. Sumir segja að John Lewis gangi á undan með góðu fordæmi og vonast er til þess að fleiri merki snúi af braut kynjaskiptingar en aðrir óttast breytinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.