Körfubolti

KKÍ fær þrettán milljónir í viðbótarstyrk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Af blaðamannafundinum í dag.
Af blaðamannafundinum í dag. Vísir/Ernir
Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands héldu í morgun blaðamannafund í keppnishöllinni í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska á eftir á Evrópumótinu. 

Blaðamannafundurinn, sem fram fór í fjölmiðlafundherberginu í Hartwell Arena, var haldinn vegna úthlutnar Afrekssjóðs til Körfuknattleikssambands Íslands. Úthluta á 100 milljónum króna aukalega á þessu ári samkvæmt nýjum úthlutunarreglun Afrekssjóðs og fær KKÍ þrettán milljónir af því.

Körfuknattleikssambandið hefur þar með fengið 31,5 milljónir í afreksstyrk frá ríkinu á þessu ári sem eru mikil viðbót frá fyrri árum.

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ eru hér út í Finnlandi og þau fóru þarna yfir úthlutun til KKÍ. Það er nýbreytni að tilkynnt sér um styrk til hvers sérsambands í einu en vanalega er allt gefið út á sama tíma.

Vottar við undirritun samningsins voru þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra.  Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ voru fulltrúar KKÍ við undirritunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×