Fjórum bjargað úr Krossá: „Á endanum verður mjög stórt slys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 20:30 Fjórir voru í bílnum sem festist í ánni en öllum var komið á land heilu og höldnu. Skjáskot Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira