Innlent

Stöðvaður í fimmta skipti án ökuréttinda

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þetta var í fimmta skipti sem lögregla stöðvaði manninn.
Þetta var í fimmta skipti sem lögregla stöðvaði manninn. Vísir/GVA
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Þetta var í fimmta skipti sem lögregla stöðvaði hann eftir að hann hafði verið sviptur réttindunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Annar ökumaður var handtekinn, einnig vegna gruns um vímuefnaakstur.

Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða á Garðvegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Loks urðu nokkur umferðaróhöpp í umdæminu í vikunni en engin alvarleg slys á fólki.

Tvö þjófnaðarmál og innbrot

Tvö þjófnaðarmál og innbrot var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í fyrradag var tilkynnt um mann sem hafði stungið varningi í verslun í bakpoka sinn. Í bakpokanum reyndust vera kjúklingur, lambalæri og sælgæti að andvirði á sjöunda þúsund króna.

Þá var tilkynnt um stuld á JBL hátalara úr verslun í Keflavík.

Einnig var brotist inn í húsnæði að Ásbrú og þaðan stolið verkfærum að verðmæti um 700 þúsund króna.

Lögregla rannsakar málin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×