Innlent

Togarasjómaður ákærður fyrir að berja kokkinn

Sveinn Arnarsson skrifar
Í ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er því lýst að andlit fórnarlambsins, sem starfaði sem kokkur um borð, hafi verið nokkuð illa leikið eftir atvikið.
Í ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er því lýst að andlit fórnarlambsins, sem starfaði sem kokkur um borð, hafi verið nokkuð illa leikið eftir atvikið. Vísir/Pjetur
Skipverji á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa í stakkageymslu togarans slegið annan skipverja hnefahöggi í andlitið með alvarlegum afleiðingum.

Í ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er því lýst að andlit fórnarlambsins, sem starfaði sem kokkur um borð, hafi verið nokkuð illa leikið eftir atvikið, sem átti sér stað á síðasta ári í einni veiðiferð togarans.

Er hinum ákærða gert að sök að hafa slegið hann í andlitið „með þeim afleiðngum að hann mölbrotnaði framan til, utanvert og aftanvert í hægri kinnskútu“.

Einnig brotnaði hægri augntóft með verulegri tilfærslu en gera þurfti aðgerð á brotaþola. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×