Innlent

Halda hita á sjómönnum í ísköldum sjó

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Góð verkleg kennsla og öruggur búnaður er lykillinn að því að koma í veg fyrir alvarleg slys á sjó. Þetta segja kennarar í Slysavarnaskóla Landsbjargar, en fréttastofa Stöðvar 2 fékk að taka þátt í æfingu skólans í Faxaflóa í dag.

Á æfingunni voru nýir blautbúningar prófaðir í fyrsta skipti, en þeir eru hannaðir með það að markmiði að kjarnahiti þess sem fellur í kaldan sjó haldist yfir 35 gráðum í u.þ.b. sex klukkustundir.

Nemendur í Slysavarnaskólanum stukku út í ískaldan sjóinn úti fyrir Reykjavíkurhöfn íklæddir búningunum og voru svo hífðir upp í þyrlu sem flutti þá í örugga höfn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×