Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ákæruvaldið krefst hið minnsta átján ára fangelsisvistar yfir Thomas Möller Olsen, sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, en ekki er hefð fyrir því að dæma þyngri refsingu en sextán ár. Verjandi segir skorta sannanir í málinu. Þinghald var lokað á meðan skýrslutaka réttarmeinarfræðings fór fram vegna ljósmynda, viðkvæmra spurninga og að beiðni fjölskyldu Birnu. Ítarlega verður fjallað um aðalmeðferð málsins í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þar ræðum við einnig við dósent við lagadeild Háskóla Íslands sem segir lög setja leigusölum litlar sem engar skorður þegar kemur að skilmálum í leigusamningum. Dæmi eru um ákvæði í leigusamningum sem banna leigjendum að neita áfengis í leiguíbúðum.

Við skellum okkur líka á á æfingu slysavarnaskóla Landsbjargar þar sem nýir blautbúningar voru prófaðir í fyrsta sinn og hittum hundana Rúsínu og Tinna sem heimsækja daglega fólk með minnissjúkdóma.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×