Erlent

Banna plast á Sri Lanka

Atli Ísleifsson skrifar
Ákveðið var að leggja bann við plasið í kjölfar fjölda slysa sem rekja má til plastúrgangs.
Ákveðið var að leggja bann við plasið í kjölfar fjölda slysa sem rekja má til plastúrgangs. Vísir/AFP
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa bannað notkun plasts í eyríkinu og geta brot varðað allt að tveggja ára fangelsi. Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum.

Í frétt Aftonbladet segir að stjórnvöld vonist til að með þessu taki íbúar Sri Lanka upp umhverfisvænni geymsluaðferðir, meðal annars með því að pakka hádegismatnum inn í stærri laufblöð.

Ákveðið var að leggja bann við plastið í kjölfar fjölda slysa sem rekja má til plastúrgangs. Þannig létu þrjátíu manns lífið þegar stærsti öskuhaugur landsins hrundi og þá hafa mikil flóð í höfuðborginni Colombo verið rakin til þess að plast hefur stíflað niðurföll.

Þeir sem gerast brotlegir við lög mega eiga von á sekt upp á um 10 þúsund rúpíum, um sjö þúsund krónum á núvirði, og allt að tveggja ára fangelsi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×