Segir húsbílaferðamenn eyða meiru og dvelja lengur en aðrir ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2017 10:44 Umræðu um ferðavenjur þeirra sem ferðast um á svokölluðum "campers" bílum skýtur reglulega upp kollinum. Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23
Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30