Það var ástæða fyrir því. Hann taldi sig vera að fremja rán með því að moka inn stjarnfræðilegum peningum á því að slást við MMA-mann sem hafði aldrei barist sem atvinnumaður í hnefaleikum.
„Ég fer í heimsmetabókina fyrir þetta rán,“ skrifaði Mayweather við mynd af sér á Instagram þar sem hann er með grímuna.
Það er líka ýmislegt til í því hjá honum. Hann er nefnilega kominn í mjög sérstakan félagsskap með íþróttamönnum sem hafa þénað yfir milljarð dollara á ferlinum.
Mayweather var búinn að taka inn um 700 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Conor McGregor og er sagður fá á endanum um 300 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Conor.
Aðeins tveir aðrir íþróttamenn hafa komist yfir milljarðinn en það eru Michael Jordan og Tiger Woods.