Lífið

Spjallað við Siggu Kling á Facebook Live - September

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir júlí birtust í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun.

Sigga leggur áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.

Vísir fór af stað með skemmtilega nýjung fyrir nokkrum mánuðum en þá var hægt að spjalla við Siggu Kling í beinni útsendingu á Facebook Live. Þetta verður að sjálfsögðu á dagskrá á ný í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Útsendingin hefst klukkan 14.

Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn. Með Sigríði til halds og trausts í útsendingunni verður Stefán Árni Pálsson, fréttamaður á Vísi.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan en til að taka þátt þarf skrifa í þráðinn við útsendinguna á Facebook-síðu Vísis.


Tengdar fréttir

Haustspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Þú þolir illa ofsagang og læti

Elsku Sporðdrekinn minn, þó þér finnist þú sjá líf þitt á næstu mánuðum í þoku þá er það akkúrat sá tími sem gefur þér mesta kraftinn til að hugsa og framkvæma rétta hluti. Hin venjulega íslenska þoka kyrrir hugann og sameinar orkuna í fólki.

Haustspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þú ert að bíða eftir tækifæri

Elsku Tvíburinn minn. Þú ert svo klár og ástríðufullur og getur verið með mörg verkefni á sama tíma. Margir færu í "burnout“ eða kulnun við svoleiðis aðstæður. En þú býrð yfir krafti á við bestu þotur WOWair, mundu þó að það sem knýr þoturnar áfram er einfaldlega eldsneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.