Þreföld gleði alla daga Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2017 09:45 Valborg Rut Geirsdóttir er einhleyp kona sem ákvað að eignast barn með glasafrjóvgun. Hún er nú orðin móðir sjö og hálfs mánaða þríbura. Hér heldur hún á Bergdísi Köru og í sófanum hjá þeim sitja Brynjar Kári og Bríet Karitas. Vísir/AUÐUNN NÍELSSON Akureyringurinn Valborg Rut Geirsdóttir hló endalaust þegar hún komst að því að hún ætti von á þríburum eftir að hafa fengið þá hugdettu að eignast barn ein. Hún upplifði bæði sorg og gleði á leið sinni að því að verða móðir.„Ég hélt að læknirinn væri að grínast og trúði varla eigin augum þótt ég sæi sjálf þrjú kríli á sónarskjánum,“ segir Valborg sem átti í mesta basli með að halda andlitinu á meðan hún var í sónarnum. „Um leið og ég kom út af sjúkrahúsinu sprakk ég úr hlátri, alein. Ég hló endalaust. Ég hafði þrisvar farið í sónar áður og alltaf sást einn hjartsláttur. Þrátt fyrir það spurði ég alltaf hvort fóstrið væri örugglega bara eitt, og jú, það var pottþétt bara eitt. Innri tilfinning sagði mér þó annað og þess vegna þótti mér svo fyndið og skondið þegar hið rétta kom í ljós.“ Valborg hefur alltaf verið viss um að móðurhlutverkið ætti vel við hana. Árið 2012, þá 25 ára, fékk hún hugdettu um að eignast barn ein, með aðstoð tæknifrjóvgunar, en taldi skynsamlegt að hika aðeins með framkvæmdina. „Ég vildi bíða og sjá hvort ég áttaði mig á hvað hugmyndin væri klikkuð og hvort ég hætti ekki við. Það gerðist ekki og með tímanum varð ég æ vissari um að þetta væri það rétta. Af hverju, veit ég ekki. Þetta var bara týpískt ég.“ Meðganga Valborgar með þríbura í maganum gekk furðu vel þótt hún hafi vissulega reynt mikið á líkamann. „Það er ótrúleg upplifun og kraftaverk að fá að ganga með öll þessi börn og að það gangi svona vel. Að finna þau öll sparka, hvert á sínum stað, var yndislegt og ég fann fljótt hvað þau voru ólíkir karakterar. Þau komu svo í heiminn eftir 33 vikna meðgöngu og voru 5, 6 og 8 merkur. Börnin voru óskaplega dugleg, voru bara í tvo daga í hitakassa á vökudeildinni þar sem við vorum í þrjár vikur.“Þríburarnir Bergdís Kara, Brynjar Kári og Bríet Karítas. Systurnar eru eineggja og segir Valborg þær geta verið ansi líkar í útliti þótt henni finnist þær líka afar ólíkar. „Ef ég er að flýta mér get ég alveg ruglast á þeim en ég er nú fljót að átta mig!“ segir hún og hlær. MYND/AUÐUNN NÍELSSONFæddi fyrst andvana son Það var sannkölluð hamingjustund þegar Valborg fékk hvítvoðungana sína þrjá í fangið þann 19. janúar síðastliðinn. „Það var ótrúleg tilfinning og mjög langþráð að heyra grát lifandi barna þegar þau komu í heiminn. Mér var mjög létt að þau væru loks komin öll lifandi. Börnin voru tekin með keisara og fóru beint á vökudeildina. Ég fékk þau svo í fangið nokkrum tímum síðar, sem var auðvitað besta tilfinning í heimi. Ég var lengi að trúa því að ég ætti þau í alvörunni öll,“ segir Valborg og brosir sæl að minningunni. Valborg varð fyrst barnshafandi eftir tæknifrjóvgun árið 2014 en í desember sama ár fæddist drengurinn Pétur Emanúel andvana eftir tæplega 30 vikna meðgöngu. „Að missa barnið sitt er lífsreynsla sem breytir manni fyrir lífstíð og ætti ekkert foreldri að þurfa að jarða barnið sitt. Ég vissi þó að ég ætlaði ekki að gefast upp og ákvað strax að leggja mig alla fram til þess að Pétur Emanúel fengi systkini sem vonandi fengi að lifa. Þessi erfiða reynsla setti mikið mark á meðgönguna núna og ég var aldrei róleg. Ég held að ég hafi andað eðlilega í fyrsta skipti í marga mánuði þegar ég heyrði þriðja barnið gráta á skurðstofunni. Þá vissi ég að ég færi heim af sjúkrahúsinu með lifandi barn, og meira að segja þrjú,“ segir Valborg, þakklát læknum og ljósmæðrum Landspítala; og sannfærð um að hún hefði aldrei komist í gegnum þríburameðgönguna ef ekki hefði verið fyrir þétt eftirlit þeirra og stuðning.Ólíkir einstaklingar Tilvera Valborgar tók stakkaskiptum við að fá þrjú ungbörn inn á heimilið. Hún er Akureyringur og hafði undanfarin þrettán ár starfað í Sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi. „Það breyttist auðvitað allt við daglegt líf, líkt og gerir hjá öllum foreldrum með tilkomu barns. Hér vakna allir brosandi um klukkan sex á morgnana og þá förum við fram úr og hefjum daginn. Börnin vaka yfirleitt í tvo til þrjá tíma áður en þau taka fyrsta lúr dagsins. Þau sofa mismikið enda mjög ólíkir einstaklingar þótt þau séu þríburar. Hér eru matartímar á þriggja tíma fresti og leik- eða svefntími þess á milli. Það er aldrei dauður tími og alltaf líf og fjör allan daginn,“ segir Valborg og kann því svo sannarlega vel. „Það gengur bara vel að vera einstæð móðir þriggja ungbarna. Ég reyni allavega mitt besta og held að mér farist þetta bara nokkuð vel úr hendi. Vitaskuld er verkefnið krefjandi en jafnframt svo skemmtilegt. Sem betur fer erum við heppin með fólkið okkar og eru foreldrar mínir og móðursystur duglegar að hjálpa til. Fyrir það erum við mjög þakklát; hér er alltaf hægt að nota auka hendur.“ Móðir Valborgar sér til þess að dóttir hennar fái stundum náðarstund. „Eðlilega hef ég lítinn tíma fyrir sjálfa mig sem stendur, en mamma kemur stundum og fer með börnin í gönguferð svo að ég geti kannski sofið í tvo tíma án truflunar, skroppið í búðina eða sinnt einhverju sem þarf að græja.“ Valborg verður í fæðingarorlofi í sextán mánuði en fæðingarorlof lengist um þrjá mánuði fyrir hvert barn og þegar börn eru getin með aðstoð gjafa fær móðirin rétt til að nota mánuðina sem faðirinn annars fengi. Þá á móðir, sem á barn sitt ein, rétt á barnalífeyri sem greiddur er af ríkinu og er upphæðin sú sama og ef um meðlag væri að ræða. „Því fylgir auðvitað mikill kostnaður að eignast barn. Við fengum bílstólana og þríburavagninn að gjöf, sem munaði heilmiklu. Þessir hlutir eru dýrir en eitthvað sem verður að eiga. Þetta gengur allt saman upp enn sem komið er og ég vona að það muni ganga jafn vel áfram,“ segir Valborg.Valborg segir þau fjögur vera ósköp venjuleg fjölskylda þótt börnin hafi öll fæðst á sama degi.MYND/AUÐUNN NÍELSSONSamúðargrátur í kór Valborg er full tilhlökkunar fyrir framtíðinni og nýtur hvers dags með þríburunum. „Það eru algjör forréttindi að fá að eiga þríbura. Það er svo gaman að sjá þau þroskast og uppgötva heiminn. Þau sýna hvert öðru mikinn áhuga og eru strax byrjuð að rífa dót og snuddur hvert af öðru. Þau eru rosalega ólíkir karakterar en jafnframt mjög samrýnd. Ef eitt grætur fara til dæmis hin tvö oft líka að gráta, bara til að vera með í kórnum!“ Systkinin heita Bergdís Kara, Bríet Karítas og Brynjar Kári. „Ég fór í marga hringi með nafnavalið enda er mikil ábyrgð fólgin í því að velja barni sínu nafn. Eitt nafnanna hafði ég ákveðið fyrir mörgum árum, svo ég horfði út frá því. Ég vildi til dæmis ekki að þau yrðu á mjög ólíkum stöðum í stafrófinu og fannst leiðinlegt ef eitt væri alltaf framarlega en eitt síðast, upp á skóla og slíkt. Mér fannst líka að annaðhvort þyrftu öll eða ekkert að heita í höfuðið á einhverjum, svo ég ákvað að öll skyldu fá nöfn sem ekki voru fyrir í fjölskyldunni. En fyrst og fremst valdi ég nöfn sem mér þykja falleg og að mörgu leyti var það tilviljun að þau áttu svona vel saman,“ útskýrir Valborg. Hún segist vissulega vekja athygli með börnin þegar þau fari í spássitúr um bæinn. „Mér fannst það rosalega óþægilegt fyrst, en það er að venjast. Það kemur oft fyrir að fólk stoppi mig og spyrji hinna og þessara spurninga og hvort ég eigi öll þessi börn. Ég viðurkenni að mig langar stundum að fá að vera í friði og vera venjuleg mamma sem þarf ekki að svara spurningum þegar ég fer í gönguferð. Við erum voða venjuleg fjölskylda þótt börnin hafi öll fæðst á sama degi,“ segir hún kankvís.Karlar verði ekki óþarfir Valborg vakti athygli fyrir gagnrýni á háan kostnað, lélegan tækjabúnað og slaka þjónustu Art Medica, sem var eina læknastöðin sem sinnti tæknifrjóvgunum hér á landi þar til sænska fyrirtækið IVF Sverige keypti hana og lagði niður. Í staðinn var opnuð ný stofa, IVF Klíníkin, sem býður upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum. „Ég sagði skilið við Art Medica en er ánægð með að tæknin hér heima hefur tekið miklum framförum með nýjum tækjum. Mér skilst líka að skipulagið hafi breyst til hins betra en kostnaður við meðferðirnar hefur því miður hækkað enn frekar,“ segir Valborg, sem eftir mikla umhugsun fór til Danmerkur í tæknifrjóvgun. „Það var eiginlega svolítið gott að fara í annað umhverfi þar sem maður gat einbeitt sér að því að upplifa og njóta, því það fer mikið í gegnum hugann í meðferðunum. Tæknifrjóvgunum fylgir mikið andlegt og líkamlegt álag, sérstaklega ef meðferðirnar eru orðnar margar. Ég fór fjórar ferðir til Danmerkur sem að lokum skiluðu mér þessum frábæra árangri.“ Valborg telur einstaklingsbundið hvort tæknifrjóvgunarleiðin henti konum í barneignarhugleiðingum. „Þessi leið var sú rétta fyrir mig og hentaði mér vel, en ég myndi ekki mæla með þessu við hvern sem er, alls ekki. Mér finnst líka mikilvægt að það verði ekki að tískubylgju að konur eignist börn sín einar með gjafa. Ég vil ekki að karlmenn verði óþarfir og það er mikilvægt að hafa hugfast að uppeldi er að sjálfsögðu auðveldara fyrir tvo en einn, ef um samhenta einstaklinga er að ræða.“ Spurð hvort hana langi í fleiri börn segist Valborg ekki viss um að mega svara þeirri spurningu játandi. „Ég geri ráð fyrir að fæstir sem eignast þríbura eignist fleiri börn og ætli flestum þyki ekki nóg komið. En ég játa að ég gæti vel hugsað mér eitt eða tvö í viðbót, svona eftir nokkur ár. Ég veit þó ekki hvað verður, enda ekki sjálfsagt að eignast börn. Ég er bara yfir mig þakklát fyrir þetta flotta þríeyki mitt.“ Og hamingjan er við völd hjá Valborgu og gleðigjöfunum þremur. „Að vera þríburamamma er frábært hlutverk. Það eru algjör forréttindi að fá að fylgjast með þessum litlu einstaklingum á hverjum degi og vakna með þeim brosandi á hverjum morgni. Þetta er eiginlega þreföld gleði.“ Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Akureyringurinn Valborg Rut Geirsdóttir hló endalaust þegar hún komst að því að hún ætti von á þríburum eftir að hafa fengið þá hugdettu að eignast barn ein. Hún upplifði bæði sorg og gleði á leið sinni að því að verða móðir.„Ég hélt að læknirinn væri að grínast og trúði varla eigin augum þótt ég sæi sjálf þrjú kríli á sónarskjánum,“ segir Valborg sem átti í mesta basli með að halda andlitinu á meðan hún var í sónarnum. „Um leið og ég kom út af sjúkrahúsinu sprakk ég úr hlátri, alein. Ég hló endalaust. Ég hafði þrisvar farið í sónar áður og alltaf sást einn hjartsláttur. Þrátt fyrir það spurði ég alltaf hvort fóstrið væri örugglega bara eitt, og jú, það var pottþétt bara eitt. Innri tilfinning sagði mér þó annað og þess vegna þótti mér svo fyndið og skondið þegar hið rétta kom í ljós.“ Valborg hefur alltaf verið viss um að móðurhlutverkið ætti vel við hana. Árið 2012, þá 25 ára, fékk hún hugdettu um að eignast barn ein, með aðstoð tæknifrjóvgunar, en taldi skynsamlegt að hika aðeins með framkvæmdina. „Ég vildi bíða og sjá hvort ég áttaði mig á hvað hugmyndin væri klikkuð og hvort ég hætti ekki við. Það gerðist ekki og með tímanum varð ég æ vissari um að þetta væri það rétta. Af hverju, veit ég ekki. Þetta var bara týpískt ég.“ Meðganga Valborgar með þríbura í maganum gekk furðu vel þótt hún hafi vissulega reynt mikið á líkamann. „Það er ótrúleg upplifun og kraftaverk að fá að ganga með öll þessi börn og að það gangi svona vel. Að finna þau öll sparka, hvert á sínum stað, var yndislegt og ég fann fljótt hvað þau voru ólíkir karakterar. Þau komu svo í heiminn eftir 33 vikna meðgöngu og voru 5, 6 og 8 merkur. Börnin voru óskaplega dugleg, voru bara í tvo daga í hitakassa á vökudeildinni þar sem við vorum í þrjár vikur.“Þríburarnir Bergdís Kara, Brynjar Kári og Bríet Karítas. Systurnar eru eineggja og segir Valborg þær geta verið ansi líkar í útliti þótt henni finnist þær líka afar ólíkar. „Ef ég er að flýta mér get ég alveg ruglast á þeim en ég er nú fljót að átta mig!“ segir hún og hlær. MYND/AUÐUNN NÍELSSONFæddi fyrst andvana son Það var sannkölluð hamingjustund þegar Valborg fékk hvítvoðungana sína þrjá í fangið þann 19. janúar síðastliðinn. „Það var ótrúleg tilfinning og mjög langþráð að heyra grát lifandi barna þegar þau komu í heiminn. Mér var mjög létt að þau væru loks komin öll lifandi. Börnin voru tekin með keisara og fóru beint á vökudeildina. Ég fékk þau svo í fangið nokkrum tímum síðar, sem var auðvitað besta tilfinning í heimi. Ég var lengi að trúa því að ég ætti þau í alvörunni öll,“ segir Valborg og brosir sæl að minningunni. Valborg varð fyrst barnshafandi eftir tæknifrjóvgun árið 2014 en í desember sama ár fæddist drengurinn Pétur Emanúel andvana eftir tæplega 30 vikna meðgöngu. „Að missa barnið sitt er lífsreynsla sem breytir manni fyrir lífstíð og ætti ekkert foreldri að þurfa að jarða barnið sitt. Ég vissi þó að ég ætlaði ekki að gefast upp og ákvað strax að leggja mig alla fram til þess að Pétur Emanúel fengi systkini sem vonandi fengi að lifa. Þessi erfiða reynsla setti mikið mark á meðgönguna núna og ég var aldrei róleg. Ég held að ég hafi andað eðlilega í fyrsta skipti í marga mánuði þegar ég heyrði þriðja barnið gráta á skurðstofunni. Þá vissi ég að ég færi heim af sjúkrahúsinu með lifandi barn, og meira að segja þrjú,“ segir Valborg, þakklát læknum og ljósmæðrum Landspítala; og sannfærð um að hún hefði aldrei komist í gegnum þríburameðgönguna ef ekki hefði verið fyrir þétt eftirlit þeirra og stuðning.Ólíkir einstaklingar Tilvera Valborgar tók stakkaskiptum við að fá þrjú ungbörn inn á heimilið. Hún er Akureyringur og hafði undanfarin þrettán ár starfað í Sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi. „Það breyttist auðvitað allt við daglegt líf, líkt og gerir hjá öllum foreldrum með tilkomu barns. Hér vakna allir brosandi um klukkan sex á morgnana og þá förum við fram úr og hefjum daginn. Börnin vaka yfirleitt í tvo til þrjá tíma áður en þau taka fyrsta lúr dagsins. Þau sofa mismikið enda mjög ólíkir einstaklingar þótt þau séu þríburar. Hér eru matartímar á þriggja tíma fresti og leik- eða svefntími þess á milli. Það er aldrei dauður tími og alltaf líf og fjör allan daginn,“ segir Valborg og kann því svo sannarlega vel. „Það gengur bara vel að vera einstæð móðir þriggja ungbarna. Ég reyni allavega mitt besta og held að mér farist þetta bara nokkuð vel úr hendi. Vitaskuld er verkefnið krefjandi en jafnframt svo skemmtilegt. Sem betur fer erum við heppin með fólkið okkar og eru foreldrar mínir og móðursystur duglegar að hjálpa til. Fyrir það erum við mjög þakklát; hér er alltaf hægt að nota auka hendur.“ Móðir Valborgar sér til þess að dóttir hennar fái stundum náðarstund. „Eðlilega hef ég lítinn tíma fyrir sjálfa mig sem stendur, en mamma kemur stundum og fer með börnin í gönguferð svo að ég geti kannski sofið í tvo tíma án truflunar, skroppið í búðina eða sinnt einhverju sem þarf að græja.“ Valborg verður í fæðingarorlofi í sextán mánuði en fæðingarorlof lengist um þrjá mánuði fyrir hvert barn og þegar börn eru getin með aðstoð gjafa fær móðirin rétt til að nota mánuðina sem faðirinn annars fengi. Þá á móðir, sem á barn sitt ein, rétt á barnalífeyri sem greiddur er af ríkinu og er upphæðin sú sama og ef um meðlag væri að ræða. „Því fylgir auðvitað mikill kostnaður að eignast barn. Við fengum bílstólana og þríburavagninn að gjöf, sem munaði heilmiklu. Þessir hlutir eru dýrir en eitthvað sem verður að eiga. Þetta gengur allt saman upp enn sem komið er og ég vona að það muni ganga jafn vel áfram,“ segir Valborg.Valborg segir þau fjögur vera ósköp venjuleg fjölskylda þótt börnin hafi öll fæðst á sama degi.MYND/AUÐUNN NÍELSSONSamúðargrátur í kór Valborg er full tilhlökkunar fyrir framtíðinni og nýtur hvers dags með þríburunum. „Það eru algjör forréttindi að fá að eiga þríbura. Það er svo gaman að sjá þau þroskast og uppgötva heiminn. Þau sýna hvert öðru mikinn áhuga og eru strax byrjuð að rífa dót og snuddur hvert af öðru. Þau eru rosalega ólíkir karakterar en jafnframt mjög samrýnd. Ef eitt grætur fara til dæmis hin tvö oft líka að gráta, bara til að vera með í kórnum!“ Systkinin heita Bergdís Kara, Bríet Karítas og Brynjar Kári. „Ég fór í marga hringi með nafnavalið enda er mikil ábyrgð fólgin í því að velja barni sínu nafn. Eitt nafnanna hafði ég ákveðið fyrir mörgum árum, svo ég horfði út frá því. Ég vildi til dæmis ekki að þau yrðu á mjög ólíkum stöðum í stafrófinu og fannst leiðinlegt ef eitt væri alltaf framarlega en eitt síðast, upp á skóla og slíkt. Mér fannst líka að annaðhvort þyrftu öll eða ekkert að heita í höfuðið á einhverjum, svo ég ákvað að öll skyldu fá nöfn sem ekki voru fyrir í fjölskyldunni. En fyrst og fremst valdi ég nöfn sem mér þykja falleg og að mörgu leyti var það tilviljun að þau áttu svona vel saman,“ útskýrir Valborg. Hún segist vissulega vekja athygli með börnin þegar þau fari í spássitúr um bæinn. „Mér fannst það rosalega óþægilegt fyrst, en það er að venjast. Það kemur oft fyrir að fólk stoppi mig og spyrji hinna og þessara spurninga og hvort ég eigi öll þessi börn. Ég viðurkenni að mig langar stundum að fá að vera í friði og vera venjuleg mamma sem þarf ekki að svara spurningum þegar ég fer í gönguferð. Við erum voða venjuleg fjölskylda þótt börnin hafi öll fæðst á sama degi,“ segir hún kankvís.Karlar verði ekki óþarfir Valborg vakti athygli fyrir gagnrýni á háan kostnað, lélegan tækjabúnað og slaka þjónustu Art Medica, sem var eina læknastöðin sem sinnti tæknifrjóvgunum hér á landi þar til sænska fyrirtækið IVF Sverige keypti hana og lagði niður. Í staðinn var opnuð ný stofa, IVF Klíníkin, sem býður upp á nýjustu aðferðir í ófrjósemismeðferðum. „Ég sagði skilið við Art Medica en er ánægð með að tæknin hér heima hefur tekið miklum framförum með nýjum tækjum. Mér skilst líka að skipulagið hafi breyst til hins betra en kostnaður við meðferðirnar hefur því miður hækkað enn frekar,“ segir Valborg, sem eftir mikla umhugsun fór til Danmerkur í tæknifrjóvgun. „Það var eiginlega svolítið gott að fara í annað umhverfi þar sem maður gat einbeitt sér að því að upplifa og njóta, því það fer mikið í gegnum hugann í meðferðunum. Tæknifrjóvgunum fylgir mikið andlegt og líkamlegt álag, sérstaklega ef meðferðirnar eru orðnar margar. Ég fór fjórar ferðir til Danmerkur sem að lokum skiluðu mér þessum frábæra árangri.“ Valborg telur einstaklingsbundið hvort tæknifrjóvgunarleiðin henti konum í barneignarhugleiðingum. „Þessi leið var sú rétta fyrir mig og hentaði mér vel, en ég myndi ekki mæla með þessu við hvern sem er, alls ekki. Mér finnst líka mikilvægt að það verði ekki að tískubylgju að konur eignist börn sín einar með gjafa. Ég vil ekki að karlmenn verði óþarfir og það er mikilvægt að hafa hugfast að uppeldi er að sjálfsögðu auðveldara fyrir tvo en einn, ef um samhenta einstaklinga er að ræða.“ Spurð hvort hana langi í fleiri börn segist Valborg ekki viss um að mega svara þeirri spurningu játandi. „Ég geri ráð fyrir að fæstir sem eignast þríbura eignist fleiri börn og ætli flestum þyki ekki nóg komið. En ég játa að ég gæti vel hugsað mér eitt eða tvö í viðbót, svona eftir nokkur ár. Ég veit þó ekki hvað verður, enda ekki sjálfsagt að eignast börn. Ég er bara yfir mig þakklát fyrir þetta flotta þríeyki mitt.“ Og hamingjan er við völd hjá Valborgu og gleðigjöfunum þremur. „Að vera þríburamamma er frábært hlutverk. Það eru algjör forréttindi að fá að fylgjast með þessum litlu einstaklingum á hverjum degi og vakna með þeim brosandi á hverjum morgni. Þetta er eiginlega þreföld gleði.“
Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira