Lífið

Haustspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir septembermánuð má sjá hér fyrir neðan.

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.

Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 14:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar.

Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum toga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com


Tengdar fréttir

Haustspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Þú þolir illa ofsagang og læti

Elsku Sporðdrekinn minn, þó þér finnist þú sjá líf þitt á næstu mánuðum í þoku þá er það akkúrat sá tími sem gefur þér mesta kraftinn til að hugsa og framkvæma rétta hluti. Hin venjulega íslenska þoka kyrrir hugann og sameinar orkuna í fólki.

Haustspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þú ert að bíða eftir tækifæri

Elsku Tvíburinn minn. Þú ert svo klár og ástríðufullur og getur verið með mörg verkefni á sama tíma. Margir færu í "burnout“ eða kulnun við svoleiðis aðstæður. En þú býrð yfir krafti á við bestu þotur WOWair, mundu þó að það sem knýr þoturnar áfram er einfaldlega eldsneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.