Hvaða æru er verið að reisa við? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjónvarpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru tilgreind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að tilgreina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferðisstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýsingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru. Nefndarfundi í Alþingi var sjónvarpað 30. ágúst sl. og var þar rætt um uppreist æru og forsendur gjörningsins. Ég heyrði ekki að hugtakið æra væri skilgreint. Í orðabókum og á Netinu eru tilgreind mörg dæmi um notkun hugtaksins og mér virðist sem orðin æra og traust séu yfirleitt nefnd saman. Ég leyfi mér að tilgreina nokkur dæmi úr ýmsum áttum. Æruverðugur einstaklingur nýtur trausts og virðingar vegna frammistöðu sinnar og verka. Hann nýtur trausts og virðingar bæði meðal almennings og nákominna sem þekkja hann best. Æruverðugur einstaklingur umgengst meðbræður sína með virðingu og sjálfur á hann siðferðisstyrk sem ekki verður haggað. Traustið og virðinguna ávinnur einstaklingurinn sér, aðrir geta ekki úthlutað þessum eiginleikum. Andstæðan við ofantaldar lýsingar er svo ærulaus maður. Og enn spyr ég hvaða æru er verið að veita barnaníðingum og öðrum níðingum AFTUR? Áttu þeir einhverja æru þegar þeir voru að vinna óhæfuverkin? Spyr sá sem ekki veit. Dómsmálaráðherra talaði um að ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um það ferli sem kallað er uppreist æru. Verði af því vona ég að vandað verði til verka við lagasetninguna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar