Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2017 19:30 Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag. Uppreist æru Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag.
Uppreist æru Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira