Innlent

Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu á leið til fundarins.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu á leið til fundarins. Vísir/anton brink
Sýnt verður beint frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þar sem rætt verður um þær reglur sem gilda um uppreist æru. Fundurinn hefst klukkan 10.

 

Gestur fundarins er Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en uppreist æra og þær lög og reglur sem gilda um hana hafa verið mjög til umræðu undanfarnar vikur og mánuði.

Þannig mætti ráðherrann á opinn fund allsherjar-og menntamálanefndar í lok ágúst til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru en sama dag ræddi hún einnig á lokuðum nefndarfundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið.

Þá má segja að uppreist æra hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem flokkurinn taldi trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar þegar þau greindu engum í ríkisstjórn frá því að faðir Bjarna hefði skrifað undir umsögn fyrir dæmdan kynferðisbrotamann á umsókn hans um uppreist æru.

Fylgjast má með útsendingu Alþingis í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×