Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 09:03 Manafort (f.m.) hefur um árabil verið málafylgjumaður fyrir erlend stjórnvöld í Washington. Vísir/AFP Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27