Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 09:03 Manafort (f.m.) hefur um árabil verið málafylgjumaður fyrir erlend stjórnvöld í Washington. Vísir/AFP Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Sjá meira
Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27