Toys R' Us á barmi gjaldþrots Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 08:08 Úr einni af fjölmörgum verslunum Toys R' Us sem gæti þó fækkað á næstu misserum. Vísir/Getty Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira