Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2017 20:00 Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira