Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2017 20:00 Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent