Mannauður Torfi H. Tulinius skrifar 18. september 2017 06:00 Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambærilegt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tækifærum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambærilegt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tækifærum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar