Erlent

Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað

María Elísabet Pallé skrifar
Tveir karlmenn, 18 og 21 árs, hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. Kveikt hafði verið í heimatilbúnni sprengju og 30 manns slösuðust, þó ekki alvarlega. Hinir handteknu hafa ekki verið nafngreindir enn sem komið er.

Annar þeirra var handtekinn við hafnarsvæðið í Dover í gærmorgun og sá eldri í Hounslow í gærkvöldi.

Amber Rudd innanríkisráðherra telur of snemmt að segja um líkur á fleiri árástum á þessu stigi.

Á síðustu 2 árum hafa 36 fórnalömb fallið í hryðjuverkaárásum í Bretlandi. 1 lést í Birstall 16. júní 2016, 5 létust við Westminster Bridge 22. mars, 22 létust í sjálfsvígsárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí, 7 létust við London Bridge 3. júní og 1 lést við Finsbury Park 19. júní.

Lögregluyfirvöld í Bretlandi lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi á föstudaginn en hafa lækkað það niður í næst hæsta viðbúnaðarstig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×