Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2017 21:00 Mynd er tekin af öllum bílum sem aka um hliðið og reikningurinn sendur eigandanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli. Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli.
Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17
Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16