Davíð segir beiðni Roberts Downey til sín hafa verið með nokkrum ólíkindum Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2017 12:59 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð. Uppreist æru Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð.
Uppreist æru Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira