Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 11:30 Bjarni ræðir við blaðamenn eftir fund sinn með Guðna. visir/anton Bjarni Benediktsson hefur lokið fundi með forseta Íslands og beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína, sem forseti hefur fallist á. Bjarni hélt á fund Guðna klukkan ellefu í morgun og stóð fundurinn í tæpar fjörutíu mínútur. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og boðað til kosninga síðar í haust. Bjarni tilkynnti á blaðamannafundi eftir fundinn með forseta Íslands að starfsstjórn komi til með að sitja þar til gengið er til kosninga. Uppfært kl. 12:00Starfsstjórnir eru samkvæmt skilgreiningu skipaðar ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar. Starfsstjórnin sem tekur nú við stjórnartaumnum mun sitja til bráðabirgða þar til gengið verður til kosninga og gegna daglegri stjórn og skyldum. Bjarni sagðist hafa verið í sambandi við Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, um lausnarbeiðni sína. Bjarni sagði að þeir yrðu að meta það sjálfir hvort þeir muni sitja áfram í ríkisstjórn fram að kosningum. Bjarni sagði það vera sitt álit að menn ættu einfaldlega að axla þá ábyrgð. Stefnt er að því að kjósa 4. nóvember að sögn Bjarna og er almenn sátt um það að hans sögn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fyrirhugaður 3. - 5. nóvember. Spurður hvort flýta eigi landsfundi í ljósi þessa sagði hann að það ætti eftir að skoða það en slík ákvörðun er í höndum miðstjórnar flokksins. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur lokið fundi með forseta Íslands og beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína, sem forseti hefur fallist á. Bjarni hélt á fund Guðna klukkan ellefu í morgun og stóð fundurinn í tæpar fjörutíu mínútur. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og boðað til kosninga síðar í haust. Bjarni tilkynnti á blaðamannafundi eftir fundinn með forseta Íslands að starfsstjórn komi til með að sitja þar til gengið er til kosninga. Uppfært kl. 12:00Starfsstjórnir eru samkvæmt skilgreiningu skipaðar ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar. Starfsstjórnin sem tekur nú við stjórnartaumnum mun sitja til bráðabirgða þar til gengið verður til kosninga og gegna daglegri stjórn og skyldum. Bjarni sagðist hafa verið í sambandi við Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, um lausnarbeiðni sína. Bjarni sagði að þeir yrðu að meta það sjálfir hvort þeir muni sitja áfram í ríkisstjórn fram að kosningum. Bjarni sagði það vera sitt álit að menn ættu einfaldlega að axla þá ábyrgð. Stefnt er að því að kjósa 4. nóvember að sögn Bjarna og er almenn sátt um það að hans sögn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fyrirhugaður 3. - 5. nóvember. Spurður hvort flýta eigi landsfundi í ljósi þessa sagði hann að það ætti eftir að skoða það en slík ákvörðun er í höndum miðstjórnar flokksins.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira