Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Lestarvagninn í Lundúnum var fínkembdur í gær og sönnunargagna leitað. Nordicphotos/AFP Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira