Bjarni ræddi ekki við Pírata Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 17:20 Birgitta á leið á þingflokksfundi Pírata í morgun. vísir/anton brink Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að boða til kosninga vegna þess að enginn flokkur á Alþingi var tilbúinn til þess að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir jafnframt að Bjarni Benediktsson hafi ekki rætt við þingflokk Pírata um mögulegt stjórnarsamstarf en Píratar hafa tíu þingmenn. „Það er náttúrulega ekkert annað í stöðunni. Það vildi enginn fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda er hann ekki stjórntækur eins og hann er núna,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. „Ég hjó eftir því að hann sagðist hafa talað við formenn allra flokka en hann hefur náttúrulega aldrei litið á Pírata sem flokk, sem eru ákveðin meðmæli.“ „Ég vona að þetta dragist ekki eins og síðast og ég vona að Bjarni veiti ekki starfsstjórn forystu.“Sýni mátt fólksins „Það eru ánægjulegar fréttir. Ég var úti á Austurvelli til að sýna brotaþolum í þessum málum stuðning og þar kom einmmitt fram að það munu vera mótmæli á laugardagsmorgnum til að krefjast stjórnarskrárbreyitnga,“ segir Birgitta en efnt var til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Mótmælum þöggun og yfirhylmingu Sjálfstæðisflokksins!“ Píratar sögðust fyrr í dag vilja að breytingar á stjórnarskrá nái í gegn áður en þing verður rofið og segir Birgitta að mörg þau vandamál sem upp hafi komið í samfélaginu upp á síðkastið væru úr sögunni með breyttri stjórnarskrá. „Það þarf tvö þing til að ná í gegn breytingum. Þannig að við erum allavega að koma þessu til þjóðarinnar og hætta að láta eins og þetta skipti ekki máli. Ef við værum með þessa nýju stjórnarskrá þá væri mikið af þessum vandamálum ekki til staðar.“ Hún segir að við taki grasrótarstarf innan Pírata. Mikil vinna hafi verið unnin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor og muni hún nýtast til að undirbúa þingkosningar. „Þessir atburðir sem hafa verið núna að gerast eru bara vitnisburður um hvað fólk getur gert.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að boða til kosninga vegna þess að enginn flokkur á Alþingi var tilbúinn til þess að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir jafnframt að Bjarni Benediktsson hafi ekki rætt við þingflokk Pírata um mögulegt stjórnarsamstarf en Píratar hafa tíu þingmenn. „Það er náttúrulega ekkert annað í stöðunni. Það vildi enginn fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda er hann ekki stjórntækur eins og hann er núna,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. „Ég hjó eftir því að hann sagðist hafa talað við formenn allra flokka en hann hefur náttúrulega aldrei litið á Pírata sem flokk, sem eru ákveðin meðmæli.“ „Ég vona að þetta dragist ekki eins og síðast og ég vona að Bjarni veiti ekki starfsstjórn forystu.“Sýni mátt fólksins „Það eru ánægjulegar fréttir. Ég var úti á Austurvelli til að sýna brotaþolum í þessum málum stuðning og þar kom einmmitt fram að það munu vera mótmæli á laugardagsmorgnum til að krefjast stjórnarskrárbreyitnga,“ segir Birgitta en efnt var til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Mótmælum þöggun og yfirhylmingu Sjálfstæðisflokksins!“ Píratar sögðust fyrr í dag vilja að breytingar á stjórnarskrá nái í gegn áður en þing verður rofið og segir Birgitta að mörg þau vandamál sem upp hafi komið í samfélaginu upp á síðkastið væru úr sögunni með breyttri stjórnarskrá. „Það þarf tvö þing til að ná í gegn breytingum. Þannig að við erum allavega að koma þessu til þjóðarinnar og hætta að láta eins og þetta skipti ekki máli. Ef við værum með þessa nýju stjórnarskrá þá væri mikið af þessum vandamálum ekki til staðar.“ Hún segir að við taki grasrótarstarf innan Pírata. Mikil vinna hafi verið unnin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor og muni hún nýtast til að undirbúa þingkosningar. „Þessir atburðir sem hafa verið núna að gerast eru bara vitnisburður um hvað fólk getur gert.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59