Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 15:44 Bjarni Benediktsson ávarpar þjóðina á blaðamannafundi í Valhöll. vísir/ernir Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan 16:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum og greini frá stöðu mála í kjölfar þess að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Stöð 2 er send út í opinni dagskrá í dag. Verður útsendingin rofin þegar fundurinn hefst og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálunum seinasta sólarhringinn eða svo eða allt frá því að Vísir greindi frá því í gær rétt fyrir klukkan fjögur að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi svo frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði frétt af því í lok júlí frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún ákvað að segja Bjarna frá þessu þegar hún frétti af því og sagði í gær að hún taldi það hafa verið rétt og að henni hafi verið það heimilt. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðuneytið neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í máli sem sneri að uppreist æru Roberts Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns. Björt framtíð sagði að ástæða ríkisstjórnarslitanna væri trúnaðarbrestur þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans að máli Hjalta en enginn annar í stjórnarmeirihlutanum vitað af því.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 „Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
„Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44