Formaður SFS og bæjarstjóri Vestmannaeyja mættir í Valhöll Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 14:28 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Jens Garðar Helgason formaður SFS og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum mættu í Valhöll fyrir nokkrum mínútum síðan þar sem fjölmiðlar bíða nú Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Andersen sem enn eru inni á skrifstofum Sjálfstæðisflokksins þó að þingflokksfundi hafi verið slitið fyrir nokkru. Aðspurðir hvers vegna þeir væru mættir í Valhöll sögðust þeir vera mættir til að fá sér kaffibolla. Athygli vekur að þeir komi í Valhöll nú en nokkuð er liðið síðan þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk. Til að mynda á hvorki Elliði né Jens Garðar sæti í miðstjórn flokksins. Hvorki Sigríður né Bjarni hafa viljað láta sjá sig eftir að fundi þingflokksins lauk, en þeir þingmenn flokksins sem fjölmiðlar hafa rætt við segja að þau hafi bæði fullan stuðnings flokksins.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í VestmannaeyjumVísir/EyþórReynt var að hafa samband við bæði Jens Garðar og Elliða við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Þá er Friðjón Friðjónsson almannatengill mættur í Valhöll. Friðjón á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Hann hefur áður verið kallaður til á erfiðum tímum hjá flokknum í seinni tíð, eins og þegar Lekamálið bar sem hæst og fjölmiðlar eltust við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Talið er að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra muni tjá sig við fjölmiðla á blaðamannafundi nú síðdegis.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Spjótin beinast að forsætisráðherra enda ríkisstjórnin fallin. 15. september 2017 13:15 „Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Jens Garðar Helgason formaður SFS og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum mættu í Valhöll fyrir nokkrum mínútum síðan þar sem fjölmiðlar bíða nú Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Andersen sem enn eru inni á skrifstofum Sjálfstæðisflokksins þó að þingflokksfundi hafi verið slitið fyrir nokkru. Aðspurðir hvers vegna þeir væru mættir í Valhöll sögðust þeir vera mættir til að fá sér kaffibolla. Athygli vekur að þeir komi í Valhöll nú en nokkuð er liðið síðan þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk. Til að mynda á hvorki Elliði né Jens Garðar sæti í miðstjórn flokksins. Hvorki Sigríður né Bjarni hafa viljað láta sjá sig eftir að fundi þingflokksins lauk, en þeir þingmenn flokksins sem fjölmiðlar hafa rætt við segja að þau hafi bæði fullan stuðnings flokksins.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í VestmannaeyjumVísir/EyþórReynt var að hafa samband við bæði Jens Garðar og Elliða við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Þá er Friðjón Friðjónsson almannatengill mættur í Valhöll. Friðjón á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Hann hefur áður verið kallaður til á erfiðum tímum hjá flokknum í seinni tíð, eins og þegar Lekamálið bar sem hæst og fjölmiðlar eltust við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Talið er að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra muni tjá sig við fjölmiðla á blaðamannafundi nú síðdegis.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Spjótin beinast að forsætisráðherra enda ríkisstjórnin fallin. 15. september 2017 13:15 „Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Spjótin beinast að forsætisráðherra enda ríkisstjórnin fallin. 15. september 2017 13:15
„Ef það kemur til kosninga þá göngum við óhræddir til þeirra“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ítarlegar og gagnlegar umræður hafi farið fram á fundi þingflokksins um stöðu mála. 15. september 2017 13:43
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44