Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Guðný Hrönn skrifar 15. september 2017 20:00 Magdalena Sara gekk í þremur sýningum á tískuvikunni. nordicphotos/afp Íslenska fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir hefur undanfarið gengið tískupallana á tískuvikunni í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem Magdalena tekur þátt í tískuviku. Spurð út í hvernig hafi gengið segir hún: „Það er búið að ganga vel og framar vonum. Þetta er búin að vera mikil vinna en á sama tíma ótrúlega skemmtilegt.“ Magdalena gekk á þremur sýningum á tískuvikunni. „Fyrsta sýningin sem ég tók þátt í var fyrir Tadashi Shoji, það er japanskt merki sem heitir í höfuðið á hönnuðinum. Ég var einmitt í myndatöku fyrir þau fyrir Resort 2018 fyrr á árinu. Svo var það sýningin fyrir Kith sem er bæði með eigin línu og úrval af vörum frá öðrum hönnuðum svo sem Nike, Adidas, New Balance og fleirum. Svo tók ég líka þátt í sýningu fyrir Rebeccu Minkoff, bandarískan hönnuð frá Los Angeles. Þar sat vinkona hennar, leikkonan Jessica Alba, á fremsta bekk,“ útskýrir Magdalena. Hún segir sýningu Kith standa upp úr. „Það var bara óvenjulega „tsjilluð“ og skemmtileg stemming baksviðs.“Magdalena á sýningu Tadashi Shoji.NORDICPHOTOS/AFPMagdalena hefur starfað sem fyrirsæta í fullu starfi frá því hún lauk stúdentsprófi fyrir einu og hálfu ári en fram að því starfaði hún sem fyrirsæta á sumrin eftir að hafa unnið Elite Model Look keppnina á Íslandi 2011. En eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem hún gengur á tískuviku. Spurð út í hvernig sé að ganga tískupallinn í samanburði við önnur fyrirsætustörf, svo sem að sitja fyrir í myndatöku fyrir tískuþátt, segir Magdalena:„Það er ákveðið adrenalínkikk sem fylgir því að ganga tískupallana, stressið og spenningurinn baksviðs er engu líkt.“ „Hins vegar eru myndatökur og önnur verkefni tengd þeim líka skemmtilegar en bara á allt annan hátt. Þar eru meiri ferðalög og teymisvinna í lengri tíma. Undanfarna mánuði hef ég ferðast mikið vegna þess konar vinnu, til dæmis til Dúbaí, Mallorca, Kanarí, Barcelona, Los Angeles, Palm Springs og fleiri staða,“ segir Magdalena. Hún hefur verið að vinna frá New York undanfarið en hún flytur til Evrópu á næstunni.Bandaríska leikkonan Jessica Alba sat á fremsta bekk á sýningu Rebeccu Minkoff á tískuvikunni í New York.NORDICOHOTOS/AFP„Það eina sem ég veit er að ég þarf að fara til Mílanó og London á næstu vikum. Svo eru það alltaf „direct bookings“ til Evrópu. En verkefni koma oft upp með mjög stuttum fyrirvara þannig að ég fer bara þangað sem verkefnin bera mig,“ segir Magdalena sem reynir að heimsækja Ísland reglulega. „Ég kem við á Íslandi þegar ég fer á milli staða ef hægt er. Auðvitað er erfitt að vera fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi en þetta venst með tímanum, og svo auðveldar netið öll samskipti.“ Áhugasamir geta fylgst með Magdalenu á Instagram, hún er með notendanafnið @magdalenaleifsdottir. Mest lesið Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Meira glimmer, minna twitter Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Þetta er ómissandi í snyrtibudduna fyrir ferðalagið Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour
Íslenska fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir hefur undanfarið gengið tískupallana á tískuvikunni í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem Magdalena tekur þátt í tískuviku. Spurð út í hvernig hafi gengið segir hún: „Það er búið að ganga vel og framar vonum. Þetta er búin að vera mikil vinna en á sama tíma ótrúlega skemmtilegt.“ Magdalena gekk á þremur sýningum á tískuvikunni. „Fyrsta sýningin sem ég tók þátt í var fyrir Tadashi Shoji, það er japanskt merki sem heitir í höfuðið á hönnuðinum. Ég var einmitt í myndatöku fyrir þau fyrir Resort 2018 fyrr á árinu. Svo var það sýningin fyrir Kith sem er bæði með eigin línu og úrval af vörum frá öðrum hönnuðum svo sem Nike, Adidas, New Balance og fleirum. Svo tók ég líka þátt í sýningu fyrir Rebeccu Minkoff, bandarískan hönnuð frá Los Angeles. Þar sat vinkona hennar, leikkonan Jessica Alba, á fremsta bekk,“ útskýrir Magdalena. Hún segir sýningu Kith standa upp úr. „Það var bara óvenjulega „tsjilluð“ og skemmtileg stemming baksviðs.“Magdalena á sýningu Tadashi Shoji.NORDICPHOTOS/AFPMagdalena hefur starfað sem fyrirsæta í fullu starfi frá því hún lauk stúdentsprófi fyrir einu og hálfu ári en fram að því starfaði hún sem fyrirsæta á sumrin eftir að hafa unnið Elite Model Look keppnina á Íslandi 2011. En eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem hún gengur á tískuviku. Spurð út í hvernig sé að ganga tískupallinn í samanburði við önnur fyrirsætustörf, svo sem að sitja fyrir í myndatöku fyrir tískuþátt, segir Magdalena:„Það er ákveðið adrenalínkikk sem fylgir því að ganga tískupallana, stressið og spenningurinn baksviðs er engu líkt.“ „Hins vegar eru myndatökur og önnur verkefni tengd þeim líka skemmtilegar en bara á allt annan hátt. Þar eru meiri ferðalög og teymisvinna í lengri tíma. Undanfarna mánuði hef ég ferðast mikið vegna þess konar vinnu, til dæmis til Dúbaí, Mallorca, Kanarí, Barcelona, Los Angeles, Palm Springs og fleiri staða,“ segir Magdalena. Hún hefur verið að vinna frá New York undanfarið en hún flytur til Evrópu á næstunni.Bandaríska leikkonan Jessica Alba sat á fremsta bekk á sýningu Rebeccu Minkoff á tískuvikunni í New York.NORDICOHOTOS/AFP„Það eina sem ég veit er að ég þarf að fara til Mílanó og London á næstu vikum. Svo eru það alltaf „direct bookings“ til Evrópu. En verkefni koma oft upp með mjög stuttum fyrirvara þannig að ég fer bara þangað sem verkefnin bera mig,“ segir Magdalena sem reynir að heimsækja Ísland reglulega. „Ég kem við á Íslandi þegar ég fer á milli staða ef hægt er. Auðvitað er erfitt að vera fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi en þetta venst með tímanum, og svo auðveldar netið öll samskipti.“ Áhugasamir geta fylgst með Magdalenu á Instagram, hún er með notendanafnið @magdalenaleifsdottir.
Mest lesið Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Meira glimmer, minna twitter Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Þetta er ómissandi í snyrtibudduna fyrir ferðalagið Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour